Sebastian Graystone

"Tread lightly, you do not wish to test the extent of my patience or capacity‘‘

Description:

Stór er fyrsta orðið sem fólk myndi nota ef þau ættu að lísa herra Graystone, en maðurinn stendur sterkbyggilega upp í tvo metra og tvo sentimetra.

Þessi svartskeggjaði maður er erfitt að láta fara framhjá sér. Hann er hærri en flestir menn og stekkur varla bros á vör meðan hann starir á viðtakendur með köldu, rannsakandi augnaráði. Hann talar í léttvægu sjóaramáli með djúpum albinoskum hreim.

Hann er stórfetaður og ákveðin í hreyfingum. Einnig virðist hann aðeins breiðari en hann ætti að vera miðað við líkamshlutföll og ber með sér léttan keim af olíu og sjávarseltu.

Bio:

Sebastian Greystone er fyrum skipstjóri sem þjónaði Albino sjóhernum í umþaðbil 14 ár áður en skip hans sökk og áhöfnin glataðist undir dularfullum kringumstæðum þar sem hann var sá eina sem lifði af. Slysið sökti honum í djúpt dá, en herinn ákvað að skrá hann dauðann og í samvinnu við Kane Corps notaði tækifærið til þess að prófa nýjar vélartækniframfarir á honum.

Margt var bætt við hann svo mörgum betrumbætingum að líkami hans var með meiri vél en hold. Hann vaknaði ekki frá dáinu fyrr en náinn vinur hans vekur hann. Þótt hugur hans var vanur mörgu var hann fyrir dálitlu áfalli þegar hann áttaði sig á að það var buin að skipta út meirihlutan af likamanum hans fyrir vél.

Vinur hans sagði honum alla söguna og varaði hann við að það sem býði næst væri alls ekki fallegt, og að hann ætti að koma sér burtu í fljótt og mögulega væri. Sebastian ákvað að flýja til nýja landsins hinumegin við hafið og finna sér góðan felustað þangað til hann kemst í botn á þessum.

Sebastian Graystone

Rise of Churton Forni